Ráðherra skammar stjórnvöld vegna iðnmenntunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 21:05 Áslaug Arna, ásamt Fjólu S. Kristinsdóttur, bæjarstjóra í Árborg og Finni Beck, framkvæmdastjóra Samorku á fagþinginu á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra í ríkisstjórninni skammast út í stjórnvöld fyrir að sinna ekki iðnmenntun betur í landinu því á sama tíma og ungt fólk hefur áhuga á menntuninni er ekki pláss fyrir það í skólunum, sem sé óboðlegt. Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira