Lífið samstarf

Nýi liturinn hannaður til að virkja sköpunar­gáfuna í eld­húsinu

Heimilistæki
Hibiscus er litur ársins 2023. Hann lokkar þinn innri skapara til að prófa nýjar uppskriftir, tengja fólk saman og kanna ný stílbrigði bæði í eldhúsinu og annars staðar á heimilinu.
Hibiscus er litur ársins 2023. Hann lokkar þinn innri skapara til að prófa nýjar uppskriftir, tengja fólk saman og kanna ný stílbrigði bæði í eldhúsinu og annars staðar á heimilinu.

Hibiscus, litur ársins 2023 frá KitchenAid, er nú loksins fáanlegur á Íslandi. Liturinn laðar okkur að nýjum upplifunum innan sem utan eldhússins.

Litur ársins er líflegur fjólubleikur litur með mattri áferð, innblásinn af heillandi fegurð Hibiscus blómsins í gróskumiklum garði. Tvö tæki koma í þessum einstaka lit, Artisan hærivél og K400 blandari. Hibiscus endurspeglar líflega fegurð náttúrunnar, fangaða í grip sem sómir sér vel í hvaða eldhúsi sem er.

Með árlegri útgáfu KitchenAid litar ársins stefnir vörumerkið að því að vekja innblástur. Á hverju ári veitir nýr litur tækifæri til þess að nýta mátt litanna til að tjá alþjóðlega strauma og endurspegla menningu, á sama tíma þjónar hann sem hvatning til þeirra sem standa vaktina í eldhúsinu og utan þess.

Litur ársins 2023 laðar fram sköpunargáfuna og hvetur okkur til að stíga inn í eldhúsið og prófa eitthvað nýtt. Hrærivélin býður upp á endalausa möguleika til notkunar í daglegu lífi, á meðan K400 blandarinn hefur kraftinn til að höndla erfiðar blöndur og skilar silkimjúkum og bragðgóðum sköpunarverkum. K400 blandarinn og hrærivélin eru fáanleg á helstu sölustöðum KitchenAid á Íslandi.

  • K400 blandari (fáanlegur í Hibiscus)
    • Verð 64.995 krónur
  • Artisan 195 hrærivél með 4,8L skál (fáanleg í Hibiscus)
    • Verð 129.995 krónur
Klippa: KithcenAid kynnir lit ársins 2023

Um KitchenAid

Allt frá því að fyrsta hrærivélin kom á markað árið 1919 og fyrsta uppþvottavélin árið 1949, hefur KitchenAid byggt upp ríka arfleifð heimilistækja sem eru hönnuð fyrir fólk sem hefur ástríðu fyrir eldamennsku. Í dag er hægt að fá nánast öll helstu tæki fyrir nútímaeldhús, allt frá hrærivélinni góðu til kæliskápa.

Til að fá fréttir af öllu því helsta frá KitchenAid á Íslandi er hægt að fylgja þeim á Facebook og á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×