Búinn að fá nóg af því að vera bendlaður við bölvun tengda Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 23:31 Yaya er búinn að fá nóg. Nordic Photos/Getty Images Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu. Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira