Sjáðu glæsimark Arons í dýrmætum sigri | Arnór og Sveinn Aron á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 19:01 Aron Bjarnason skoraði frábært mark í dag. Sirius Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Þeir Aron Bjarnason, Arnór Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru allir á skotskónum. Mark Arons var í glæsilegri kantinum. Sirus tók á móti Elfsborg og þar voru þrír Íslendinga í byrjunarliðunum. Aron Bjarnason byrjaði hjá Sirius á meðan Hákon Rafn Valdimarsson var í markinu hjá Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði sem fremsti maður. Hann nýtti tækifærið vel og kom Elfsborg yfir þegar aðeins 18 mínútur voru liðnar. Elfsborg tar ledningen mot Sirius! Sveinn Gudjohnsen sätter 1-0 för gästerna! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/6wetnVBCN0— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 8, 2023 Aron jafnaði metin fyrir heimaliðið með hreint út sagt mögnuðu marki. Undir lok fyrri hálfleiks bættu heimamenn svo við marki og staðan 2-1 í hálfleik. Kvitterat på Studenternas! Sirius Aron Bjarnason med en riktig smällkaramell mot Elfsborg! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/TEV4bTH3o9— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 8, 2023 Elfsborg jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en Sirius komst aftur yfir á 55. mínútu. Heimamenn skoruðu hins vegar tvívegis undir lok leiks og tryggðu sér dramatískann 4-3 sigur. Sveinn Aron var tekinn af velli á 56. mínútu og Aron nældi sér í gult spjald fimm mínútum síðar. Norrköping vann 2-0 útisigur á Degerfors þar sem Arnór Sigurðsson skoraði síðara markið í upphafi síðari hálfleiks. Arnór Sig var tekinn af velli á 67. mínútu á meðan Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Norrköping og nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Andri Lucas Guðjohnsen kom einnig inn af bekknum hjá gestunum. Arnór Sigurdsson utökar IFK Norrköpings ledning mot Degerfors IF! 2-0 på Stora Valla. pic.twitter.com/UPvuQF1tyo— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 8, 2023 Að endingu skoraði Davíð Kristján Ólafsson sjálfsmark í 3-1 tapi Kalmar gegn Djurgården á útivelli. Elfsborg fer upp í 2. sæti deildarinnar með 16 stig að loknum sjö umferðum. Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Kalmar er með 11 stig í 5. sæti. Sirius er í 14. sæti með 5 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Sirus tók á móti Elfsborg og þar voru þrír Íslendinga í byrjunarliðunum. Aron Bjarnason byrjaði hjá Sirius á meðan Hákon Rafn Valdimarsson var í markinu hjá Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði sem fremsti maður. Hann nýtti tækifærið vel og kom Elfsborg yfir þegar aðeins 18 mínútur voru liðnar. Elfsborg tar ledningen mot Sirius! Sveinn Gudjohnsen sätter 1-0 för gästerna! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/6wetnVBCN0— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 8, 2023 Aron jafnaði metin fyrir heimaliðið með hreint út sagt mögnuðu marki. Undir lok fyrri hálfleiks bættu heimamenn svo við marki og staðan 2-1 í hálfleik. Kvitterat på Studenternas! Sirius Aron Bjarnason med en riktig smällkaramell mot Elfsborg! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/TEV4bTH3o9— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 8, 2023 Elfsborg jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en Sirius komst aftur yfir á 55. mínútu. Heimamenn skoruðu hins vegar tvívegis undir lok leiks og tryggðu sér dramatískann 4-3 sigur. Sveinn Aron var tekinn af velli á 56. mínútu og Aron nældi sér í gult spjald fimm mínútum síðar. Norrköping vann 2-0 útisigur á Degerfors þar sem Arnór Sigurðsson skoraði síðara markið í upphafi síðari hálfleiks. Arnór Sig var tekinn af velli á 67. mínútu á meðan Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Norrköping og nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Andri Lucas Guðjohnsen kom einnig inn af bekknum hjá gestunum. Arnór Sigurdsson utökar IFK Norrköpings ledning mot Degerfors IF! 2-0 på Stora Valla. pic.twitter.com/UPvuQF1tyo— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 8, 2023 Að endingu skoraði Davíð Kristján Ólafsson sjálfsmark í 3-1 tapi Kalmar gegn Djurgården á útivelli. Elfsborg fer upp í 2. sæti deildarinnar með 16 stig að loknum sjö umferðum. Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Kalmar er með 11 stig í 5. sæti. Sirius er í 14. sæti með 5 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira