Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2023 09:02 Það var vel mætt á Híðarenda. Vísir/Bára Dröfn Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. Þegar kemur að því að semja texta fyrir fjölda fólks sem kemur saman og syngur á íþróttaviðburðum án þess að hafa æft sig er góð laglína gulls ígildi. Þá er það þekkt að íslensk dægurlög séu byggð á ítölskum laglínum og leitaði stuðningsfólk Vals í þá þekktu boðleið þegar kom að uppfæra söngbók Íslandsmeistaranna. Valur tók á móti Tindastól í fyrsta leik úrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta. Þó Tindastóll hafi unnið leikinn með minnsta mun virðist sem kraftmikill söngur Valsara á Hlíðarenda hafi heyrst alla leið til Ítalíu. View this post on Instagram A post shared by LaGiornataTipo (@lagiornatatipo) Það sem Ítalirnir skilja ekki er hvernig lag, sem upprunalega var samið sem níðsöngur um Juventus, rataði alla leið til Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis er téður níðsöngur einkar vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar sem blaðamaður er eldri en tvævetur þá getur hann ekki staðfest það. Klippa: Nýtt stuðningsmannalag Vals Það er hins vegar svo að stuðningsfólk Vals hefur tekið laginu ástfóstri og hver veit nema lagið verði sungið í Síkinu á Sauðárkróki þegar Valur og Tindastóll mætast öðru sinni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18.30, leikurinn sjálfur 19.15 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum. Það má einnig búast við góðri mætingu í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum. 6. maí 2023 23:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Þegar kemur að því að semja texta fyrir fjölda fólks sem kemur saman og syngur á íþróttaviðburðum án þess að hafa æft sig er góð laglína gulls ígildi. Þá er það þekkt að íslensk dægurlög séu byggð á ítölskum laglínum og leitaði stuðningsfólk Vals í þá þekktu boðleið þegar kom að uppfæra söngbók Íslandsmeistaranna. Valur tók á móti Tindastól í fyrsta leik úrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta. Þó Tindastóll hafi unnið leikinn með minnsta mun virðist sem kraftmikill söngur Valsara á Hlíðarenda hafi heyrst alla leið til Ítalíu. View this post on Instagram A post shared by LaGiornataTipo (@lagiornatatipo) Það sem Ítalirnir skilja ekki er hvernig lag, sem upprunalega var samið sem níðsöngur um Juventus, rataði alla leið til Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis er téður níðsöngur einkar vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar sem blaðamaður er eldri en tvævetur þá getur hann ekki staðfest það. Klippa: Nýtt stuðningsmannalag Vals Það er hins vegar svo að stuðningsfólk Vals hefur tekið laginu ástfóstri og hver veit nema lagið verði sungið í Síkinu á Sauðárkróki þegar Valur og Tindastóll mætast öðru sinni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18.30, leikurinn sjálfur 19.15 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum. Það má einnig búast við góðri mætingu í kvöld.Vísir/Bára Dröfn
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum. 6. maí 2023 23:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58
Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00
Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum. 6. maí 2023 23:00