Innlent

Fyrsta heim­koman í tíu daga hjá Guð­mundi Felix

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hundarnir voru alsælir að sjá Guðmund Felix sem var alveg jafn glaður.
Hundarnir voru alsælir að sjá Guðmund Felix sem var alveg jafn glaður. Instagram

Guðmundur Felix Grétarsson er kominn heim og er um að ræða fyrstu heimkomuna hjá honum í tíu daga en hann hefur verið í löngum og ströngum aðgerðum á handleggjum síðustu daga.

Guðmundur Felix birtir myndband af heimkomunni á Instagram síðunni sinni. Horfa má á myndbandið neðst í fréttinni. Þar má sjá Guðmund Felix heilsa hundunum sínum sem taka á móti honum með miklum fagnaðarlátum.

Í lok apríl greindi Guðmundur frá því að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Það er óvenjulegt í ljósi þess að rúm tvö ár eru síðan handleggirnir voru græddir á hann, í janúarmánuði árið 2021 í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin var talin mikið læknisfræðilegt afrek.

Fyrir um mánuði síðan byrjuðu bólgur í kringum neglurnar og loks byrjuðu þær að detta af. Guðmundur fékk einnig mikil útbrot á handlegginn. Læknarnir tóku sýni og töldu augljóst að líkaminn væri byrjaður að sýna höfnunarviðbragð. Óttaðist Guðmundur að hann væri að missa handleggina.

Til að verjast höfnuninni var farið sterka steralyfjameðferð. Fékk Guðmundur hundraðfaldan skammt af steralyfjum sem tók út hjá honum ónæmiskerfið. Síðan var farið í hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Meðal annars vegna sýkingar í olnboga sem kom í kjölfar ónæmisbælingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×