Innlent

Nemandi fluttur á slysa­deild eftir sprengingu við Lang­holts­skóla

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað utan skólatíma.
Atvikið átti sér stað utan skólatíma. Vísir/Vilhelm

Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 

Þetta staðfestir Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 

Hann segir atvikið hafa átt sér stað á skólalóðinni eftir að skóla lauk. Við sprenginguna myndaðist mikill hávaði. Sá sem slasaðist var ekki einn á ferð heldur með öðrum nemendum. 

Að sögn Hreiðars fengu nemendurnir þurrísinn ekki í skólanum heldur fóru þau sjálf og keyptu hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×