Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:54 Starfsmenn Vegagerðarinnar virða fyrir sér rjúkandi vegfláa við hringveginn í Hveradalsbrekku. Vegagerðin Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Vegagerðinni var tilkynnt um aukna jarðhitavirkni á svæðinu í gær. Starfsmenn hennar sem sjá um jarðvegsrannsóknir gerðu athuganir til þess að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum, að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. „Ekki er talin hætta á ferðum fyrir vegfarendur en þeir eru þó beðnir um að stöðva ekki bíla sína á þessu svæði,“ segir þar ennnfremur. Hiti við yfirborð vegarins reyndist ekki óeðlilega hár. Neðst í vegfláum sunnan megin reyndist hann hins vegar 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Rannsóknir með jarðsjám og hitamyndavélum sýna að hitinn liggur í sprungu undir veginum. Vísbendingar eru um að hitavirkni á þessum stað hafi aukist í langan tíma eða allmarga mánuði. Rannsóknir eiga að halda áfram næstu daga í samstarfi við Orku náttúrunnar og ÍSOR. Mæla á burð vegarins, setja upp hitamyndavélar og hitamæla á veginn. Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið upplýsingar um stöðuna og vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist með vefmyndavélum frá svæðinu. Hitinn rétt undir yfirborði í vegfláa er nægilegur til þess að hægelda lambakjöt.Vegagerðin Jarðhiti Samgöngur Ölfus Umferðaröryggi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Vegagerðinni var tilkynnt um aukna jarðhitavirkni á svæðinu í gær. Starfsmenn hennar sem sjá um jarðvegsrannsóknir gerðu athuganir til þess að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum, að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. „Ekki er talin hætta á ferðum fyrir vegfarendur en þeir eru þó beðnir um að stöðva ekki bíla sína á þessu svæði,“ segir þar ennnfremur. Hiti við yfirborð vegarins reyndist ekki óeðlilega hár. Neðst í vegfláum sunnan megin reyndist hann hins vegar 86 gráður rétt undir yfirborðinu. Rannsóknir með jarðsjám og hitamyndavélum sýna að hitinn liggur í sprungu undir veginum. Vísbendingar eru um að hitavirkni á þessum stað hafi aukist í langan tíma eða allmarga mánuði. Rannsóknir eiga að halda áfram næstu daga í samstarfi við Orku náttúrunnar og ÍSOR. Mæla á burð vegarins, setja upp hitamyndavélar og hitamæla á veginn. Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið upplýsingar um stöðuna og vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist með vefmyndavélum frá svæðinu. Hitinn rétt undir yfirborði í vegfláa er nægilegur til þess að hægelda lambakjöt.Vegagerðin
Jarðhiti Samgöngur Ölfus Umferðaröryggi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira