Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Við skoðum lækinn og förum yfir málið.

Þá hittum við úkraínska þingkonu sem er stödd hér á landi. Hún segir konur taka þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum og telur mikilvægast af öllu að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi.

Við verðum einnig í beinni frá starfslokaveislu Hannesar Hólmsteins við Háskóla Íslands, kynnum okkur nýjar ruslatunnur sem ekki allir borgarbúar virðast sáttir með og verðum jafnframt í beinni frá Eurovision-tónleikum í Háskólabíó. Þar má búast við miklu stuði þrátt fyrir vonbrigði í Liverpool í gær.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×