Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Ás­völlum, fljúgandi Víkingar og odda­leikur í NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einvígi Hauka og Aftureldingar hefur verið magnað.
Einvígi Hauka og Aftureldingar hefur verið magnað. Vísir/Hulda Margrét

Sannkallaður sófasunnudagur. Haukar og Afturelding mætast í undanúrslitum Olís-deildar karla, taplausir Víkingar mæta FH í Bestu deildinni og þá er oddaleikur á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.30 hefst útsending frá Ásvöllum þar sem Haukar mæta Aftureldingu í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Staðan í einvíginu er 2-1 Haukum í vil.

Að leik loknum, klukkan 17.40, er Seinni bylgjan á dagskrá. Verður leikur dagsins þar gerður upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 10.30 er leikur Hellas Verona og Torino í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá. 

Klukkan 13.00 er leikur Monza og nýkrýndra Ítalíumeistara á dagskrá.

Klukkan 16.20 er leikur Baskonia og Barca í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni á dagskrá.

Klukkan 19.30 er oddaleikur Boston Celtics og Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildar NBA í körfubolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 3-3.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.00 er leikur Bologna og Roma í Serie A á dagskrá. Rómverjar hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Klukkan 18.45 hefst leikur Juventus og Cremonese á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 20.00 er Cognizant Founders Cup-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.00 er leikur Keflavíkur og HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á dagskrá. Klukkan 19.00 er leikur Víkings og FH á dagskrá. Að honum loknum er Stúkan svo á dagskrá.

Stöð 2 ESport

Klukkan 09.00 hefst upphitun 2. dags Legends-stigs á BLAST.tv París Major-mótsins. Keppt er klukkan 09.30, 11.00, 12.30 og 16.30.

Klukkan 21.00 er Sandkassinn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×