Sergio Busquets: Maðurinn sem breytti Makélélé-stöðunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 11:15 Busquets vann 32 titla með Barcelona, spilaði 143 A-landsleiki fyrir Spán og varð bæði heims- og Evrópumeistari. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 34 ára gamli Sergio Busquets mun yfirgefa Spánarmeistara Barcelona eftir 15 ára í aðalliði félagsins. Busquets hefur verið gríðarlega sigursæll og segja má að hann hafi breytt stöðunni og hlutverki djúps miðjumanns með spilamennsku sinni. Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira