Rimma Vals og Tindastóls hefur verið hreint út sagt mögnuð í alla stæði. Ljóst er að færri komast að en vilja í kvöld enda varð uppselt á aðeins örfáum mínútum.
Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, er ekki óvanur leikjum sem þessum en hann varð Íslandsmeistari með KR þónokkrum sinnum áður en hann gekk í raðir Vals þar sem hann varð Íslandsmeistari vorið 2022.
Eftir það fóru skórnir upp í hillu þar sem þeir eru enn. Pavel gat þó ekki haldið sig lengi frá körfuboltanum og tók við þjálfun Tindastóls um mitt tímabil. Hann er nú mættur með sína menn alla leið í oddaleik um titilinn og vill að menn fái að njóta augnabliksins.
„Valsfélagið hefur boðið upp á einstaka umgjörð á heimaleikjum sínum. Mikill sómi og fagmennska. Ég vil þó hvetja þá til þess að slökkva á allri tónlist í leikmannakynningum. ALLIR þessir strákar sem eru að fara að spila á morgun eiga skilið að heyra nafnið sitt og fá lófaklapp,“ sagði Pavel á Twitter-síðu sinni í gærkvöld.
Valsfélagið hefur hefur boðið upp á einstaka umgjörð á heimaleikjum sínum. Mikill sómi og fagmennska. Ég vil þó hvetja þá til þess að slökkva á allri tónlist í leikmannakynningum. ALLIR þessir strákar sem eru að fara að spila á mrg eiga skilið að heyra nafnið sitt og fá lófaklapp
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 17, 2023
Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18.15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.