Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 11:54 Selenskí við lendinguna í Sádi-Arabíu. AP/Ríkissjónvarp Sádi Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07