Innlent

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan tvö síðdegis á fimmtudag. Mynd er úr safni.
Flugvélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan tvö síðdegis á fimmtudag. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Farþegar, sem alls voru 170, lýstu nokkrir óþolandi bið á flugvellinum í samtali við BBC. Flugvélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í fyrradag, fimmtudag. Ástæða seinkunarinnar var bilun í flugvélinni og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur.

Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að senda aðra flugvél en þá biluðu til að sækja farþegana. Hann harmaði jafnframt biðina; um hafi verið að ræða mannleg mistök og félagið biðjist afsökunar á því.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×