Óvæntur vinskapur kom Nonna til Hamrén í Noregi - „Gaf okkur steik og rautt á kvöldin“ Sverrir Mar Smárason skrifar 24. maí 2023 08:30 Fremur óvæntur vinskapur varð til þess að Jón Aðalsteinn fékk að fylgjast með Hamrén hjá Rosenborg Vísir/Samsett mynd Þjálfarinn Jón Aðalsteinn Kristjánsson eða „Nonni Coach“ eins og margir þekkja hann hefur lengi þjálfað lið í neðri deildum Íslands. Hann mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í þjálfun. Nonni hefur meðal annars þjálfað KF, Augnablik, Elliða, Kára, Hamar og Þrótt Vogum ásamt því að eiga tvö tímabil sem þjálfari í Bestu deild kvenna, þá hjá Val og Fylki. Jón Aðalsteinn hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að afla sér þekkingar og reynslu annarra þjálfara sem annað hvort eiga lengri feril eða þjálfa á hærra getustigi. Hann sagði Sverri meðal annars frá því þegar hann heimsótti Erik Hamrén, þáverandi þjálfara Rosenborgar í Noregi, sem síðar varð landsliðsþjálfari Íslands. Stemningsmaðurinn Erik HamrénVÍSIR/GETTY „Talaði ekki um annað en Erik vin sinn“ Það var Haraldur Hróðmarsson, sem lék undir stjórn Nonna hjá Hamar 2011-2012, sem opnaði þá umræðu í þættinum. „Við fundum það og hann var alveg opinn með það að hann var hringjandi í þjálfara í efstu deild eins og Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson. Hann var að spyrja þá út í álit á einhverjum málum sem hann var að eiga við og að fylgjast með þjálfun á hæsta getustigi. Það var frægt þegar hann fór til Rosenborgar að hitta Erik Hamrén. Svo kom hann heim og talaði ekki um annað en Erik vin sinn í mánuð,“ sagði Haraldur um fyrrum þjálfara sinn. Nonni tók undir þessa umræðu og útskýrði betur hvernig að því kom að hann skyldi heimsækja þennan topp klúbb með topp þjálfara eins og Erik Hamrén. „Mig skorti ákveðinn meistaraflokksferil og ég sá það alveg þannig ég fór til dæmis mikið til Danmerkur til félaga míns sem bjó þar þá og við heimsóttum marga klúbba þar. Við fórum til Rosenborgar fyrir tilstuðlan Eyfa sem var formaður og framkvæmdastjóri Hamars. Erik og Eyfi eru bestu vinir. Sú saga hefur aldrei verið sögð í Íslenskum fjölmiðlum að Eyfi, Erik Hamrén og Eiki Hauks söngvari eru perluvinir. Hann gerði það að verkum að við fórum til Rosenborgar og vorum þar í viku. Rokkguðinn Eiríkur Hauksson Erik Hamrén var þá búinn að ákveða að taka við sænska landsliðinu og var að klára tímabilið með Rosenborg. Við fengum að vera á æfingasvæðinu með honum á daginn og svo var hann að gefa okkur steik og rautt á kvöldin. Vorum á öllum video fundum og fengum bara rosalegan aðgang að Rosenborg, allt fyrir tilstuðlan Eyfa,“ sagði Nonni um sína reynslu og hélt áfram. „Varðandi Heimi þá vorum við bara svolítið að æfa saman í Hress. Vorum þar í spinning að halda okkur í formi. Með Rúnar fékk ég að fara inn á æfingar til hans og Teits Þórðar í tvær vikur. Til þess bara að fá að sjá og læra hvernig lið í efstu deild voru að gera þetta. Það er enginn sem hringir í þig, þú verður að hringja sjálfur bara,“ sagði Nonni. Nonni bað sömuleiðis Ásgeir Elíasson heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum en hann tók öðruvísi á móti honum en aðrir. „Ég bað líka „Geira El“ heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum þegar ég var hjá Úlfunum á sínum tíma. Hann sagði nei komdu bara og æfðu. Þannig ég æfði bara með Þrótti í hálft tímabil, spilaði æfingaleiki og eitthvað fyrir Þróttarana. Þeir voru að verða vitlausir á mér enda ekki nægilega góður. Þetta var ekta „Geiri El“ og þú getur ímyndað þér hvað maður lærði þar. Það er verið að gera þetta út um allan heim,“ sagði Jón Aðalsteinn að lokum.Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta.Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn eða þjálfara. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 2. maí 2023 22:30 „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 „Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. 9. maí 2023 10:00 Mest lesið Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Fyrsta tapið í 12 ár Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Nonni hefur meðal annars þjálfað KF, Augnablik, Elliða, Kára, Hamar og Þrótt Vogum ásamt því að eiga tvö tímabil sem þjálfari í Bestu deild kvenna, þá hjá Val og Fylki. Jón Aðalsteinn hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að afla sér þekkingar og reynslu annarra þjálfara sem annað hvort eiga lengri feril eða þjálfa á hærra getustigi. Hann sagði Sverri meðal annars frá því þegar hann heimsótti Erik Hamrén, þáverandi þjálfara Rosenborgar í Noregi, sem síðar varð landsliðsþjálfari Íslands. Stemningsmaðurinn Erik HamrénVÍSIR/GETTY „Talaði ekki um annað en Erik vin sinn“ Það var Haraldur Hróðmarsson, sem lék undir stjórn Nonna hjá Hamar 2011-2012, sem opnaði þá umræðu í þættinum. „Við fundum það og hann var alveg opinn með það að hann var hringjandi í þjálfara í efstu deild eins og Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson. Hann var að spyrja þá út í álit á einhverjum málum sem hann var að eiga við og að fylgjast með þjálfun á hæsta getustigi. Það var frægt þegar hann fór til Rosenborgar að hitta Erik Hamrén. Svo kom hann heim og talaði ekki um annað en Erik vin sinn í mánuð,“ sagði Haraldur um fyrrum þjálfara sinn. Nonni tók undir þessa umræðu og útskýrði betur hvernig að því kom að hann skyldi heimsækja þennan topp klúbb með topp þjálfara eins og Erik Hamrén. „Mig skorti ákveðinn meistaraflokksferil og ég sá það alveg þannig ég fór til dæmis mikið til Danmerkur til félaga míns sem bjó þar þá og við heimsóttum marga klúbba þar. Við fórum til Rosenborgar fyrir tilstuðlan Eyfa sem var formaður og framkvæmdastjóri Hamars. Erik og Eyfi eru bestu vinir. Sú saga hefur aldrei verið sögð í Íslenskum fjölmiðlum að Eyfi, Erik Hamrén og Eiki Hauks söngvari eru perluvinir. Hann gerði það að verkum að við fórum til Rosenborgar og vorum þar í viku. Rokkguðinn Eiríkur Hauksson Erik Hamrén var þá búinn að ákveða að taka við sænska landsliðinu og var að klára tímabilið með Rosenborg. Við fengum að vera á æfingasvæðinu með honum á daginn og svo var hann að gefa okkur steik og rautt á kvöldin. Vorum á öllum video fundum og fengum bara rosalegan aðgang að Rosenborg, allt fyrir tilstuðlan Eyfa,“ sagði Nonni um sína reynslu og hélt áfram. „Varðandi Heimi þá vorum við bara svolítið að æfa saman í Hress. Vorum þar í spinning að halda okkur í formi. Með Rúnar fékk ég að fara inn á æfingar til hans og Teits Þórðar í tvær vikur. Til þess bara að fá að sjá og læra hvernig lið í efstu deild voru að gera þetta. Það er enginn sem hringir í þig, þú verður að hringja sjálfur bara,“ sagði Nonni. Nonni bað sömuleiðis Ásgeir Elíasson heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum en hann tók öðruvísi á móti honum en aðrir. „Ég bað líka „Geira El“ heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum þegar ég var hjá Úlfunum á sínum tíma. Hann sagði nei komdu bara og æfðu. Þannig ég æfði bara með Þrótti í hálft tímabil, spilaði æfingaleiki og eitthvað fyrir Þróttarana. Þeir voru að verða vitlausir á mér enda ekki nægilega góður. Þetta var ekta „Geiri El“ og þú getur ímyndað þér hvað maður lærði þar. Það er verið að gera þetta út um allan heim,“ sagði Jón Aðalsteinn að lokum.Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta.Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn eða þjálfara. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 2. maí 2023 22:30 „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 „Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. 9. maí 2023 10:00 Mest lesið Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Fyrsta tapið í 12 ár Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 2. maí 2023 22:30
„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30
„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. 9. maí 2023 10:00