Segir stórsókn í heilbrigðismálum helst felast í fjárfestingum í steypu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. maí 2023 23:00 Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Stöð 2/Ívar Fannar Stjórn Læknafélags Íslands krefst þess að gripið verði til markvissra aðgerða í heilbrigðiskerfinu í ákalli til stjórnvalda. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir stöðuna alvarlega um allt kerfið. „Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“ Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
„Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“
Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira