„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ Atli Arason og Jón Már Ferro skrifa 2. júní 2023 23:32 Óskar Hrafn lætur í sér heyra eftir jöfnunarmark Blika. Hulda Margrét „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
„Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10