Fótbolti

Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa veg­ferð“

Aron Guðmundsson skrifar
Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik dagsins
Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik dagsins Vísir/Getty

Freyr Alexanders­son, þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by í knatt­spyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa krafta­verki dagsins þegar að Lyng­by hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Dan­mörku.

Lyng­by heldur sæti sínu í dönsku úr­vals­deildinni eftir fá­dæma dramatík í loka­um­ferðinni.

Fyrir loka­um­ferðina var spennan gríðar­leg. Ála­borg, Lyng­by og Hor­sens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Ála­borg var með bestu marka­töluna en Lyng­by og Hor­sens voru í fall­sætunum.

Lyng­by þurfti að treysta á að Sil­ke­borg myndi vinna Ála­borg og um leið þurfti Lyng­by að ná hið minnsta í jafn­tefli við Hor­sens.

Svo varð raunin. Lyng­by gerði marka­laust jafn­tefli við Hor­sens á meðan að Alexander Lind skoraði sigur­mark Sil­ke­borg gegn Ála­borg. Hor­sens og Ála­borg falla því niður í næst efstu deild.

„Ég spurði um tíu mis­munandi ein­stak­linga að því hvort Sil­ke­borg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í sam­tali við Bold.dk eftir krafta­verkið mikla.

Til­finningarnar hafi síðan tekið yfir í leiks­lok.

„Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiks­loka í Ála­borg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa veg­ferð, líkam­lega og and­lega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“

Árangur ís­lenska lands­liðsins á EM 2016 í knatt­spyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum á­líka til­finningar og hann fann fyrir í dag.

„Þetta er ein­stakt og skiptir mig ó­trú­lega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ó­trú­lega á­nægður fyrir hönd allra í Lyng­by.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×