Fótbolti

Daníel Tristan fékk sínar fyrstu mínútur er Mal­mö tyllti sér á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spilaði sínar fyrstu mínútur í sænsku úrvalsdeildinni.
Spilaði sínar fyrstu mínútur í sænsku úrvalsdeildinni. Malmö

Malmö er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 5-0 sigur á Degerfoss. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sína fyrstu mínútur á tímabilinu. Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í meistaraliði Häcken þegar liðið vann Varberg.

Staðan í leik Malmö og Degerfoss var orðin 5-0 þegar Daníel Tristan kom inn á 82. mínútu fyrir hinn unga Hugo Larsson.

Sigurinn lyftir Malmö upp á topp deildarinnar með 28 stig, tveimur meira en Elfsborg, að loknum 11 umferðum.

Valgeir Lunddal spilaði allan leikinn í góðum 2-0 sigri á Varberg en Häcken var manni færri frá 41. mínútu eftir að Samuel Gustafson fékk beint rautt spjald.

Häcken er í 3. sæti með 25 stig en hefur leikið leik meira en toppliðin tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×