Manni og barni haldið í Leifsstöð í þrjátíu tíma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. júní 2023 19:58 Stúlkan er fimmtán ára gömul og hefur mátt dúsa á Leifsstöð í meira en þrjátíu tíma. Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu. „Frænku minni er mjög kalt og hún hóstar,“ segir Elio Hasani, 25 ára albanskur maður sem hefur verið haldið á Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma ásamt 15 ára frænku sinni. Lögreglan stöðvaði þau á flugvellinum og neitar honum um inngöngu inn í landið. Verði hann ekki farinn af landi brott í kvöld verði honum vísað úr landið. „Ég hef ekki orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu, hvað þá framkomu stjórnvalda við saklaust barn,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Elio. Lögregla segi honum að honum hafi verið meinuð landganga þar sem hann hafi ekki heimild til dvalar. Elio hafi hins vegar ekki fengið slíka ákvörðun frá Útlendingastofnun vegna fyrirliggjandi umsóknar hans um endurnýjun. „Hann hefur ekki séð þessa ákvörðun og hefur hún heldur ekki verið afhent mér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, bæði til Útlendingastofnunar og lögreglu. Þar af leiðandi hefur hann ekki haft tækifæri til að kæra hana og óska eftir frestun á réttaráhrifum, sé ákvörðunin yfir höfuð til að dreifa,“ segir Claudia. Foreldrarnir bíða í íbúðinni Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans. Claudia Wilson Molloy lögmaður mannsins segir lögregluna ekki hafa heimild til brottvísunar.Egill Aðalsteinsson „Framkvæmdin hjá Útlendingastofnun núna er með þeim hætti að einstaklingar sem standa í hjónaskilnaði og eru með gild dvalarleyfi njóta áfram heimildar til dvalar, þangað til að dvalarleyfið rennur út og þá verða þeir að sækja um á nýjum grundvelli vegna breyttra aðstæðna,“ segir Claudia. „Samkvæmt upplýsingum frá umbjóðanda mínum er lögreglan búin að upplýsa hann um að hann þurfi að yfirgefa landið í kvöld annars mun hún leggja á hann brottvísun og endurkomubann til tveggja ára. Það er heimild sem þau hafa ekki samkvæmt útlendingalögum,“ segir hún. Í köldum klefa í nótt Lögreglan hafi ekki heimild til brottvísunar heldur aðeins Útlendingastofnun og ákveðið ferli þurfi að fara í gang áður en komið er á það stig. Annað sé langt umfram meðalhóf. „Lögreglan hefur aðeins heimild til frávísunar. Forsendurnar fyrir því eru að hann hafi ekki heimild til dvalar sem er einfaldlega ekki rétt,“ segir Claudia. Elio og frænka hans voru í klefa í nótt en núna mega þau fara um flugstöðina. Þau mega hins vegar ekki fara af henni nema í flugvél úr landi. Claudia segist ekki vita til þess að barnaverndaryfirvöld hafi verið látin vita af þessu máli, það er að unglingsstúlka hafi þurft að dvelja við þessar aðstæður í meira en sólarhring. Stunginn þrisvar á Austurvelli Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Elio hefur orðið fyrir á Íslandi. Í desembermánuði árið 2017 varð hann fyrir alvarlegri stunguárás á Austurvelli þegar maður að nafni Dagur Hoe Sigurjónsson stakk félaga Elio, Klevis Sula, til bana. Elio var stunginn þrisvar sinnum og var litið á málið sem tilraun til manndráps. Var Elio hætt kominn vegna alvarlegrar slagæðablæðingar en hann fékk stungusár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa. Segist Elio ekki enn hafa jafnað sig á þessari árás. „Ég fékk eiginlega enga aðstoð. Örlitla í byrjun en síðan var mér vísað úr landi í tvö ár,“ segir hann og segist ekki skilja af hverju sé verið að fara svona með hann. Hann reki eigið verktakafyrirtæki, Elio ehf sem sér meðal annars um hellu og parketlagningu. Hann hafi alltaf borgað sína skatta og skyldur. „Þeir segja að ég verði að yfirgefa landið í kvöld annars verður mér vísað á brott,“ segir hann. Albanía Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
„Frænku minni er mjög kalt og hún hóstar,“ segir Elio Hasani, 25 ára albanskur maður sem hefur verið haldið á Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma ásamt 15 ára frænku sinni. Lögreglan stöðvaði þau á flugvellinum og neitar honum um inngöngu inn í landið. Verði hann ekki farinn af landi brott í kvöld verði honum vísað úr landið. „Ég hef ekki orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu, hvað þá framkomu stjórnvalda við saklaust barn,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Elio. Lögregla segi honum að honum hafi verið meinuð landganga þar sem hann hafi ekki heimild til dvalar. Elio hafi hins vegar ekki fengið slíka ákvörðun frá Útlendingastofnun vegna fyrirliggjandi umsóknar hans um endurnýjun. „Hann hefur ekki séð þessa ákvörðun og hefur hún heldur ekki verið afhent mér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, bæði til Útlendingastofnunar og lögreglu. Þar af leiðandi hefur hann ekki haft tækifæri til að kæra hana og óska eftir frestun á réttaráhrifum, sé ákvörðunin yfir höfuð til að dreifa,“ segir Claudia. Foreldrarnir bíða í íbúðinni Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans. Claudia Wilson Molloy lögmaður mannsins segir lögregluna ekki hafa heimild til brottvísunar.Egill Aðalsteinsson „Framkvæmdin hjá Útlendingastofnun núna er með þeim hætti að einstaklingar sem standa í hjónaskilnaði og eru með gild dvalarleyfi njóta áfram heimildar til dvalar, þangað til að dvalarleyfið rennur út og þá verða þeir að sækja um á nýjum grundvelli vegna breyttra aðstæðna,“ segir Claudia. „Samkvæmt upplýsingum frá umbjóðanda mínum er lögreglan búin að upplýsa hann um að hann þurfi að yfirgefa landið í kvöld annars mun hún leggja á hann brottvísun og endurkomubann til tveggja ára. Það er heimild sem þau hafa ekki samkvæmt útlendingalögum,“ segir hún. Í köldum klefa í nótt Lögreglan hafi ekki heimild til brottvísunar heldur aðeins Útlendingastofnun og ákveðið ferli þurfi að fara í gang áður en komið er á það stig. Annað sé langt umfram meðalhóf. „Lögreglan hefur aðeins heimild til frávísunar. Forsendurnar fyrir því eru að hann hafi ekki heimild til dvalar sem er einfaldlega ekki rétt,“ segir Claudia. Elio og frænka hans voru í klefa í nótt en núna mega þau fara um flugstöðina. Þau mega hins vegar ekki fara af henni nema í flugvél úr landi. Claudia segist ekki vita til þess að barnaverndaryfirvöld hafi verið látin vita af þessu máli, það er að unglingsstúlka hafi þurft að dvelja við þessar aðstæður í meira en sólarhring. Stunginn þrisvar á Austurvelli Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Elio hefur orðið fyrir á Íslandi. Í desembermánuði árið 2017 varð hann fyrir alvarlegri stunguárás á Austurvelli þegar maður að nafni Dagur Hoe Sigurjónsson stakk félaga Elio, Klevis Sula, til bana. Elio var stunginn þrisvar sinnum og var litið á málið sem tilraun til manndráps. Var Elio hætt kominn vegna alvarlegrar slagæðablæðingar en hann fékk stungusár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa. Segist Elio ekki enn hafa jafnað sig á þessari árás. „Ég fékk eiginlega enga aðstoð. Örlitla í byrjun en síðan var mér vísað úr landi í tvö ár,“ segir hann og segist ekki skilja af hverju sé verið að fara svona með hann. Hann reki eigið verktakafyrirtæki, Elio ehf sem sér meðal annars um hellu og parketlagningu. Hann hafi alltaf borgað sína skatta og skyldur. „Þeir segja að ég verði að yfirgefa landið í kvöld annars verður mér vísað á brott,“ segir hann.
Albanía Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira