Neyddust til að sýna á sér píkuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 15:00 Nilla Fischer í leik með Svíþjóð á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011. Getty/Alex Livesey Nilla Fischer, fyrrverandi landsliðskona Svíþjóðar, segir frá því í ævisögu sinni að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011 hafi leikmenn, að kröfu FIFA, bókstaflega þurft að sýna að þær væru með kynfæri konu en ekki karls, vegna gruns um svindl. Á mótinu var Miðbaugs-Gínea sökuð um að tefla fram liði með þremur leikmönnum sem ekki væru kvenkyns. Tvær af stjörnum liðsins voru sendar heim rétt fyrir mótið. Í kjölfarið krafðist FIFA þess að allir leikmenn á mótinu myndu sanna kyn sitt, og segir Fischer að það hafi leikmenn Svíþjóðar þurft að gera með því að girða niður um sig fyrir framan lækni og kvenkyns sjúkraþjálfara, sem gengið hafi á milli hótelherbergja. Héldu fyrst að um grín væri að ræða „Ég skil hvað ég þarf að gera og dreg strax niður æfingabuxurnar og nærbuxurnar um leið. Sjúkraþjálfarinn kinkar kolli og segir „jamm“, og lítur svo á lækninn sem stendur í dyrunum. Þegar búið er að skoða alla leikmennina í liðinu okkar, það er að segja að þær höfðu sýnt á sér píkuna, gat landsliðslæknirinn okkar kvittað undir að það væru aðeins konur í kvennalandsliðinu okkar,“ skrifar Fischer í bók sína. Nilla Fischer tvingades visa upp sitt könsorgan för att bevisa att hon är kvinna: Chockad https://t.co/GWijZdsC3H— SportExpressen (@SportExpressen) June 10, 2023 Fischer, sem er 38 ára, lagði skóna á hilluna í fyrra en hún lék hátt í 200 landsleiki fyrir Svíþjóð. Fischer segir í samtali við SVT Sport að í fyrstu hafi leikmenn haldið að þetta væri eitthvað grín, en svo fengið áfall. Sér finnist það sem gerðist sjúklegra í hvert sinn sem hún hugsi til þess, og að það hljóti að vera til önnur leið. En talaði hún við sænska knattspyrnusambandið? Nilla Fischer með fyrirliðabandið í leik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2012, vorið eftir HM í Þýskalandi.Getty/Vasco Celio „Nei, ekki um að stöðva þetta. Skipunin var frá FIFA og ég kenni sænska sambandinu ekki um neitt, og tel ekki að það hafi höndlað þetta mál illa. Þau gerðu það sem þeim var skipað að gera.“ Vanalega nóg að haka í reit Mats Börjesson var landsliðslæknir Svía á sínu fyrsta stórmóti á HM 2011 og staðfestir að FIFA hafi fyrirskipað skoðunina. „Á öllum mótum staðfestum við að leikmennirnir séu kvenkyns með því að haka í reit, rétt eins og varðandi það að þeir séu ekki með neina hjartakvilla. Það að þessi krafa hafi komið allt í einu þetta ár, og meira þurft til en að haka í reit, var líklega vegna þess að það kom í ljós að einhverjir hefðu svindlað,“ sagði Börjesson við SVT og bætti við: „Maður skilur vel óánægju með þessi próf en mótshaldarinn vildi ekki valda neinum skaða.“ Fótbolti Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira
Á mótinu var Miðbaugs-Gínea sökuð um að tefla fram liði með þremur leikmönnum sem ekki væru kvenkyns. Tvær af stjörnum liðsins voru sendar heim rétt fyrir mótið. Í kjölfarið krafðist FIFA þess að allir leikmenn á mótinu myndu sanna kyn sitt, og segir Fischer að það hafi leikmenn Svíþjóðar þurft að gera með því að girða niður um sig fyrir framan lækni og kvenkyns sjúkraþjálfara, sem gengið hafi á milli hótelherbergja. Héldu fyrst að um grín væri að ræða „Ég skil hvað ég þarf að gera og dreg strax niður æfingabuxurnar og nærbuxurnar um leið. Sjúkraþjálfarinn kinkar kolli og segir „jamm“, og lítur svo á lækninn sem stendur í dyrunum. Þegar búið er að skoða alla leikmennina í liðinu okkar, það er að segja að þær höfðu sýnt á sér píkuna, gat landsliðslæknirinn okkar kvittað undir að það væru aðeins konur í kvennalandsliðinu okkar,“ skrifar Fischer í bók sína. Nilla Fischer tvingades visa upp sitt könsorgan för att bevisa att hon är kvinna: Chockad https://t.co/GWijZdsC3H— SportExpressen (@SportExpressen) June 10, 2023 Fischer, sem er 38 ára, lagði skóna á hilluna í fyrra en hún lék hátt í 200 landsleiki fyrir Svíþjóð. Fischer segir í samtali við SVT Sport að í fyrstu hafi leikmenn haldið að þetta væri eitthvað grín, en svo fengið áfall. Sér finnist það sem gerðist sjúklegra í hvert sinn sem hún hugsi til þess, og að það hljóti að vera til önnur leið. En talaði hún við sænska knattspyrnusambandið? Nilla Fischer með fyrirliðabandið í leik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2012, vorið eftir HM í Þýskalandi.Getty/Vasco Celio „Nei, ekki um að stöðva þetta. Skipunin var frá FIFA og ég kenni sænska sambandinu ekki um neitt, og tel ekki að það hafi höndlað þetta mál illa. Þau gerðu það sem þeim var skipað að gera.“ Vanalega nóg að haka í reit Mats Börjesson var landsliðslæknir Svía á sínu fyrsta stórmóti á HM 2011 og staðfestir að FIFA hafi fyrirskipað skoðunina. „Á öllum mótum staðfestum við að leikmennirnir séu kvenkyns með því að haka í reit, rétt eins og varðandi það að þeir séu ekki með neina hjartakvilla. Það að þessi krafa hafi komið allt í einu þetta ár, og meira þurft til en að haka í reit, var líklega vegna þess að það kom í ljós að einhverjir hefðu svindlað,“ sagði Börjesson við SVT og bætti við: „Maður skilur vel óánægju með þessi próf en mótshaldarinn vildi ekki valda neinum skaða.“
Fótbolti Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira