Fótbolti

Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín á­fram á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024.
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024. kdff.nu

Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum.

Hlín hóf leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi Kristianstad. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar tíu mínútur voru liðnar af þeim síðari fékk heimaliðið vítaspyrnu. Hún fór forgörðum og aðeins þremur mínútum síðar komst Kristianstad yfir.

Hlín gerði svo út um lekinn á 72. mínútu, lokatölur 0-2. Markið var einkar glæsilegt og má sjá það hér að neðan. Var þetta þriðja mark Hlínar í síðustu fjórum leikjum og hennar fimmta mark á tímabilinu. Þá hefur hún gefið fjórar stoðsendingar.

Amanda Andradóttir hóf leik á varamannabekk Kristianstad en kom inn á þegar 66 mínútur voru liðnar. Diljá Ýr Zomers byrjaði leikinn sömuleiðis á bekknum en spilaði síðustu 13 mínúturnar í liði Norrköping.

Sigurinn lyftir Kristanstad upp í 5. sæti með 23 stig, átta minna en topplið Häcken. Norrköping er í 11. sæti með 10 stig, fjórum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×