Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 13:01 John Lennon á leið í upptökur á síðustu plötu sinni, Double Fantasy, í upptökustúdíóinu The Hit Factory í New York árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn til bana. Hins vegar skildi hann eftir kassettu fyrir Paul McCartney með óútgefnum lögum sem hafa nýst eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar. Getty Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“. Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“.
Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira