Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 13:01 John Lennon á leið í upptökur á síðustu plötu sinni, Double Fantasy, í upptökustúdíóinu The Hit Factory í New York árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn til bana. Hins vegar skildi hann eftir kassettu fyrir Paul McCartney með óútgefnum lögum sem hafa nýst eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar. Getty Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“. Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
McCartney sagði í viðtali við BBC Radio 4 í morgun að hljómsveitin hefði notað gervigreind til að „losa“ rödd John Lennon úr gömlu demói, þ.e. ókláraðri upptöku, til að klára lagið. „Við vorum að klára það og það kemur út á þessu ári,“ sagði hann í viðtalinu. Hann nefndi lagið ekki á nafn en það er talið vera óklárað lag John Lennon sem heitir „Now and Then“. Árið 1995 kom til greina að „Now and Then“ yrði mögulegt endurkomulag Bítlanna þegar hljómsveitin var að taka saman Anthology-safn sitt. En ekkert varð úr því. McCartney er enn í fullu fjöri og nú ætlar hann að gefa út síðasta lag Bítlanna með hjálp gervigreindar. Einhver segði það villutrú og eyðileggingu á helgum hlut en eflaust eru margir líka spenntir.Getty Lennon söng að handan Árið áður hafði McCartney fengið kassettu merkta „For Paul“ frá Yoko Ono sem Lennon hafði búið til skömmu fyrir andlát sitt 1980. Lögin á kasettunni voru flest tekin upp á boom box-stereótæki þar sem Lennon sat og spilaði á píanó í íbúðinni sinni í New York. Lögin voru því ansi hrá, berstrípuð og í lélegum hljóðgæðum. Jeff Lynne, próodúsent og söngvari ELO, hreinsaði tvö laganna af kasettunni, „Free As a Bird“ og „Real Love“, sem voru síðan kláruð og gefin út 1995 og 1996 sem hluti af Anthology-safni Bítalnna. Það var þá fyrsta nýja efni Bítlanna í 25 ár. Hljómsveitin ætlaði líka að taka upp „Now and Then“ en hættu fljótlega við. Harrison vildi ekki taka upp lagið McCartney greindi síðar frá því að George Harrison hefði fundist lagið „rusl“ (e. rubbish) og hann hefði neitað að vinna í því. Þá áttu einnig að hafa verið miklir gallar á upptökunni, það heyrðist stöðugt suð í laginu. Hér má heyra demó Lennon á Youtube: Árið 2009 kom lagið út í ólöglegri útgáfu, bootleg-geisladisk, án suðsins og töldu aðdáendur hljómsveitarinnar að upptökunni hefði verið stolið úr íbúð Lennon til að hægt væri að hreinsa suðið af henni. McCartney hefur undanfarin ár ítrekað sagst vilja klára lagið. Í heimildamynd BBC um Jeff Lynne frá árinu 2012 sagði McCartney að lagið væri það eina sem héngi enn yfir honum og að hann ætlaði einn daginn að stökkva inn í stúdíó til að klára það með Lynne. Nú virðist sem þeir hafi látið verða af því. Ef lagið sem er að koma út er yfir höfuð „Now and Then“.
Bretland Tónlist Gervigreind Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira