Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegifréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegifréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við formann VR sem segir að sækja þurfi launahækkanir sem séu hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum.

Þá verður rætt við fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem segir verðug markmið í nýrri samgönguáætlun innviðaráðherra, en að fjármögnun sé óráðin.

Einnig verður rætt við rektor Háskóla Íslands en umsóknum í skólann fjölgar milli ára.

Að auki fjöllum við um húsnæðismál fatlaðra en þar ríkir ófremdarástand að mati formanns húsnæðismálahóps ÖBÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×