„Ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í“ Jón Már Ferro skrifar 15. júní 2023 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fagnar aukinni stemningu í kringum landsliðið eftir erfið undanfarin ár. Hann er hluti af landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira