Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 09:01 Vincent Kompany er þjálfari Jóa Berg hjá Burnley, en einnig fyrrverandi leikmaður Manchester City og goðsögn hjá félaginu. Michael Regan/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira
Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira