„Dagurinn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 12:31 Jude Bellingham var kynntur til leiks hjá Real Madrid í dag. Florencia Tan Jun/Getty Images Jude Bellingham var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður spænska stórveldisins Real Madrid. Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira