Erlent

Handtó­ku níu grunaða smyglara eftir harm­leikinn á Mið­jarðar­hafi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir á Grikklandi vegna harmleiksins.
Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir á Grikklandi vegna harmleiksins. AP Photo/Petros Giannakouris

Lögreglan á Grikklandi hefur handtekið níu aðila sem grunaðir eru um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu um borð í yfirfulla fiskibátnum sem sökk á miðvikudaginn.

79 dauðsföll hafa verið verið staðfest en lögreglan telur að allt að 500 sé saknað. Vitni bera að um eitt hundrað börn hafi verið í lest skipsins, sem sökk á skömmum tíma eftir að því hvolfdi í vonskuveðri. Flakið er á miklu dýpi og óvíst hvort hægt verði að ná í það til frekari rannsókna.

Eins og sjá má var báturinn yfirfullur og vitni segja annan eins fjölda hafa verið neðan þilja. AP/Gríska strandgæslan

Þá er talið útilokað að fleiri finnist á lífi. Um hundrað var bjargað skömmu eftir að skipinu hvolfdi. Mennirnir sem eru í haldi eru sagðir af egypskum uppruna og eru taldir hafa skipulagt ferðina yfir hafið. Skipstjórinn er ekki á meðal hinna handteknu en talið er að hann hafi farist í slysinu.

Þúsundir komu saman til að mótmæla í Aþenu höfuðborg Grikklands og í Þessalóníki einnig. Fólkið krafðist þess að Evrópusambandið mlldaði reglur sínar um innflytjendur, til að koma í veg fyrir harmleik af þessu tagi.


Tengdar fréttir

Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi

Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×