Fótbolti

Beckham skiptir yfir í Brentford frá Inter Miami

Siggeir Ævarsson skrifar
Romeo Beckham var á lán hjá B-liði Brentford í vetur en hefur nú formlega haft félagaskipti yfir til liðsins
Romeo Beckham var á lán hjá B-liði Brentford í vetur en hefur nú formlega haft félagaskipti yfir til liðsins

Romeo Beckham skrifaði í dag undir samning við B-lið Brentford en hann hafði verið hjá liðinu á láni frá Inter Miami síðan í janúar. Samingurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Romeo, sem er fæddur 2002, er næst elsti sonur David Beckham. David er einn af eigendum Inter Miami þar sem Romeo lék 20 leiki tímabilið 2022, skoraði tvö mörk og lagði upp tíu.

Hjá B-liði Brentford lék Romeo 15 leiki á tímabilinu og skoraði eitt mark. Neil MacFarlane, þjálfari Brentford segir Romeo hafa verið frábær viðbót við hópinn. Hann hafi tekið miklum framförum og hann hlakki til að halda áfram að hjálpa leikmanninum að þróa sinn leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×