Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júní 2023 20:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir forritið sem mennirnir notuðust við hafa verið erfitt við að eiga. Búið er að loka á starfsemi þess. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42