Fótbolti

Finnar á toppinn í H-riðli eftir stórsigur á San Marínó

Siggeir Ævarsson skrifar
Benjamin Kallman og Diogo Tomas fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum í dag
Benjamin Kallman og Diogo Tomas fagna marki þess fyrrnefnda í leiknum í dag Vísir/EPA

Finnland tók San Marínó í kennslustund í H-riðli undankeppni Evrópumótsins í fótbolta í dag en leiknum lauk með 6-0 sigri Finnlands. 

Finnar skjótast því á topp riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki. Slóvenía og Kazakhstan eru bæði með sex stig eftir þrjá leiki og geta því jafnað Finna að stigum, en markatala Finnlands er ansi góð eftir úrslit dagsins, sjö mörk í plús.

Daniel Håkans, framherji Vålerenga, fór mikinn í leiknum og skoraði þrennu en þetta var aðeins hans annar landsleikur. San Marínó situr pikkfast á botni riðilsins með núll stig og þrettán mörk í mínus.

Í leik Armeníu og Lettlands í D-riðli var boðið upp á mikli dramatík en Armenar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 og Lettland því áfram án stiga í riðlinum en Armenía fer upp að hlið Tyrklands í 1. - 2. sæti.

Úkraína lagði Mötlu að velli, 1-0, og þar komið sigurmarkið einnig úr víti, þó ekki með jafn mikilli dramatík. Viktor Tsygankov skoraði úr vítinu á 72. mínútu og tryggði Úkraínu öll þrjú stigin. Malta án sigurs í riðlinum eftir fjóra leiki, en Úkraína fer tímabundið í 2. sæti með sex stig. Ítalir eiga leik til góða sem fer þó ekki fram fyrr en í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×