Hvergi bangnir þrátt fyrir að hafa spilað 130 leiki án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 15:01 Leikmenn San Marínó niðurlútir eftir að fá á sig enn eitt markið. Gianluca Ricci/Getty Images San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira