Fótbolti

Völlurinn og sólin hafði á­hrif en þó sáttastur með þrjú stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Miðvörðurinn var öflugur að venju í kvöld.
Miðvörðurinn var öflugur að venju í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

„Miklu erfiðari en við bjuggumst við, og við vissum að hann yrði erfiður,“ sagði Rúben Dias, miðvörður Portúgals, aðspurður hvort leikur kvöldsins hefði verið erfiðari en leikmenn Portúgals áttu von á.

„Erfiðar aðstæður; hvernig Ísland spilaði, völlurinn og sú staðreynd að við erum að spila um kvöldið og sólin skín enn. Mjög mikilvæg þrjú stig fyrir okkur, það er ekki auðvelt að koma hingað og ná í þrjú stig. Það skiptir meira máli en frammistaðan,“ bætti hann við.

Rúben Dias í baráttunni við Albert Guðmundsson.Vísir/Hulda Margrét

Þá var Dias spurður út í Cristiano Ronaldo en hann skoraði sigurmark Portúgals í það sem var hans 200. leikur fyrir þjóð sína.

„Fyrst af öllu erum við mjög hamingjusamir fyrir hans hönd. Augljóslega, þetta hefur verið löng leið. Hann mun halda áfram. Mjög sérstakt fyrir hann að fá að fagna þessum áfanga með marki og okkur að deila augnablikinu með honum.“

„Hann er enn hér, hann er enn að gera það [skora] svo við erum mjög hamingjusamir,“ sagði Dias að lokum.

Klippa: Rúben Dias - viðtal

Tengdar fréttir

Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða

„Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað

Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga.

„Mjög svekkjandi að fá þetta leiðinda­mark á sig“

„Mjög svekkjandi, fannst við eiga gífurlega flottan leik. Fylgdum leikplaninu alveg í gegn. Mjög svekkjandi að fá þetta leiðindamark á sig,“ sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason eftir súrt 0-1 tap Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“

Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk.

Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo

Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×