Skoska rigningin setti strik í reikninginn og tafði leik um níutíu mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 09:30 Skoska rigningin gerði leikmönnum afar erfitt fyrir á Hampden Park í gær. Ian MacNicol/Getty Images Skotar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í A-riðli undankeppni EM 2024 eftir 2-0 sigur gegn Georgíu í gærkvöldi. Það var þó frekar skoska rigningin en liðið sem stal fyrirsögnum eftir leik gærkvöldsins. Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira