„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“ Atli Arason skrifar 21. júní 2023 22:31 Pétur Pétursson er þjálfari Vals. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu. Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira
Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu.
Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13