„Leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kílóa lóð á fótinn sinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir er þessa dagana á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast í lok næsta mánaðar. Instagram/@katrintanja CrossFit Castro taldi sig kannast við blikið í augum Katrínar Tönju Davíðsdóttur þegar hún sýndi það og sannaði að hún á enn erindi að keppa meðal þeirra bestu í heimi. Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Katrín Tanja er kominn aftur á heimsleikana og það gerði hún með miklum stæl. Katrín er tvöfaldur heimsmeistari en átti slakt ár í fyrra þar sem hún náði ekki að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið. Eins og áður á ferlinum þá átti hún magnaða endurkomu í hóp þeirra bestu árið eftir. Dave Castro er aftur kominn með puttana í skipulagningu heimsleikanna eftir að hafa þurft að taka pokann sinn sem íþróttastjóri CrossFit samtakanna í janúar 2022. Castro fékk aftur starf hjá samtökunum fimm mánuðum síðar og hefur nú fengið stöðuhækkun þótt að hann sé enn ekki kominn í sitt gamla starf. Það breytir ekki því að Castro hefur aftur áhrif við hönnun heimsleikanna. Castro er mikill aðdáandi Katrínar Tönju og fer ekkert leynt með þá aðdáun sína. Hann var mjög ánægður að sjá sína konu tryggja sig inn á leikana. Það sem meira er þá taldi hann sig sjá merki um að gamli heimsmeistarinn væri mættur til leiks á ný. „Miðað við hvernig undanúrslitin þróuðust á síðasta ári þá hefðir þú haldið að Karín Tanja væri í skýjunum með að ná öðru sætinu í undanúrslitunum í ár. En þegar kynnirinn kallaði upp nafnið hennar þá leit Katrín ekki út fyrir að vera mjög spennt. Hún leit út eins og einhver sem hefur misst tuttugu kíló lóð á fótinn sinn,“ skrifaði Dave Castro. „Seinna um kvöldið þá fagnaði hún því kannski að hafa tryggt sig inn á sína tíundu heimsleikana en ef eitthvað er að marka frammistöðu hennar í Pasadena þá var hún ekki bara mætt til þess bara að tryggja sig inn á heimsleikana. Katrín Davíðsdóttir er mikill keppnismaður. Tvöfaldur heimsmeistari. Hún kom til að vinna. Hún gerir það alltaf,“ skrifaði Castro. „Hvort að Katrín sé nógu öflug til að komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum í ár er enn galopið. Með því að komast á pallinn í undanúrslitunum þá hefur hún gefið aðdáendum sínum margt til að vera spennt fyrir varðandi framhaldið. Þótt að Katrín sjálf hafi ekki verð allt of hrifin af öðru sætinu. Síðasta þegar Katrín missti af heimsleikunum þá kom hún til baka og varð heimsmeistari. Tvö ár í röð,“ skrifaði Castro. „Það var fyrir átta árum en 2023 tímabilið hennar á margt sameiginlegt með 2015 tímabilinu. Nýtt heimili. Ný nálgun. Man einhver eftir því hvar Katrín endaði í undaúrslitamótinu þá. Önnur,“ skrifaði Castro eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira