Fundu lík á svæðinu þar sem Julian Sands hefur verið leitað Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2023 07:45 Julian Sands á frumsýningu myndar á kvikmyndahátíð í Feneyjum árið 2019. AP Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku. Lögregluyfirvöld í San Bernardino greindu frá tíðindunum um helgina. Fréttir bárust af því um miðjan janúar síðastliðinn að hins 65 ára Sands væri saknað. Hann hafði þá verið á göngu í slæmu veðri á Baldy Bowl-svæðinu í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Sands er þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Killing Fields, A Room with a View, 24, Boxing Helena, Leaving Las Vegas,Smallville og The Girl with the Dragon Tattoo. Sands hafði búið í Los Angeles frá árinu 2020 og lék síðast í dramamyndinni Benediction sem skartaði einnig þeim Jack Lowden og Peter Capaldi í helstu hlutverkum. Sands fór með hlutverk blóðföður Súperman í Smallville-þáttunum og Vladimir Bierko í 24. Mikil leit hefur staðið yfir síðustu mánuði að Sands þar sem meðal annars var notast við dróna, þyrlu og leitarhunda. Bandaríkin Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Leita að öðrum manni á sama fjalli Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn. 24. janúar 2023 14:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Lögregluyfirvöld í San Bernardino greindu frá tíðindunum um helgina. Fréttir bárust af því um miðjan janúar síðastliðinn að hins 65 ára Sands væri saknað. Hann hafði þá verið á göngu í slæmu veðri á Baldy Bowl-svæðinu í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Sands er þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Killing Fields, A Room with a View, 24, Boxing Helena, Leaving Las Vegas,Smallville og The Girl with the Dragon Tattoo. Sands hafði búið í Los Angeles frá árinu 2020 og lék síðast í dramamyndinni Benediction sem skartaði einnig þeim Jack Lowden og Peter Capaldi í helstu hlutverkum. Sands fór með hlutverk blóðföður Súperman í Smallville-þáttunum og Vladimir Bierko í 24. Mikil leit hefur staðið yfir síðustu mánuði að Sands þar sem meðal annars var notast við dróna, þyrlu og leitarhunda.
Bandaríkin Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Leita að öðrum manni á sama fjalli Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn. 24. janúar 2023 14:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46
Leita að öðrum manni á sama fjalli Björgunarsveitir í Kaliforníu eru byrjaðar að leita að öðrum göngumanni sem týndist á sama fjalli og breski leikarinn Julian Sands týndist á. Sands hefur verið týndur í ellefu daga og nú er 75 ára gamall maður sem heitir Jin Chung einnig týndur. Hann sást síðast á sunnudaginn. 24. janúar 2023 14:08