Sport

35 ára fyrrum varaleikstjórnandi Tom Brady drukknaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Mallett ræðir málin við Tom Brady þegar þeir léku saman hjá New England Patriots.
Ryan Mallett ræðir málin við Tom Brady þegar þeir léku saman hjá New England Patriots. Getty/Elsa

Ryan Mallett lést í gær af slysförum en hann spilaði á sínum tíma sjö ár í NFL-deildinni.

Mallett var aðeins 35 ára gamall og lék síðast með Baltimore Ravens liðinu á árunum 2015 til 2017.

Bandarískir miðlar segja að Mallett hafi drukknað á stönd á Flórída.

Neyðarkall hafði komið frá hópi sjósundsfólki sem hafði lent í vandræðum að komast aftur í land á stönd við bæinn Destin á Flórída skaganum.

Mallett andaði ekki þegar hann náðist loks á land og var fluttur strax á sjúkrahús þar sem tókst ekki að bjarga lífi hans.

Mallett starfaði þessa dagana sem þjálfari White Hall gagnfræðiskólaliðsins og var að fara að hefja sitt annað tímabil með liðinu.

Mallett hóf NFL-ferill sinn sem varamaður Tom Brady hjá New England Patriots árið 2011 en hann spilaði einnig með Houston Texans áður en hann kom til Baltimore Ravens.

Patriots hafði valið hann í nýliðavalinu eftir að hann átti flott tímabil með háskólaliði Arkansas.

Mallett fékk ekki mikið að spila sem varamaður Tom Brady og leitaði því annað. Hann byrjaði aðeins átta leiki á ferlinum og varð því nær allan tímann að sætta sig við það að vera varaleikstjórnandi hjá sínum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×