„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2023 18:16 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, einbeittur á svip. vísir/Anton Brink Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1. Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“ Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“
Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira