Tjarnarbíó bjargað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 13:09 Sara Martí er eðli málsins samkvæmt sátt við að lausn hafi fundist á málum Tjarnarbíó. Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar. „Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“ Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira