Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2023 22:11 Fyrirhugað er að Þjórsá verði stífluð á móts við bæinn Hvamm undir Skarðsfjalli í Landsveit. Landsvirkjun Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. Sama dag og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi þann 15. júní sagði umhverfis- og orkumálaráðherra að strax yrði farið í það að kanna hvað fór úrskeiðis og það mætti ekki taka langan tíma. „Við höfum legið yfir þessu, já, með Orkustofnun og fundað þétt síðan. Og við hyggjumst áfram vinna með Orkustofnun að úrlausn þessa máls,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við Stöð 2. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það þarf sem sagt að taka tvær ákvarðanir; eina á grundvelli raforkumála og síðan eina á grundvelli stjórnar vatnamála.“ En hve langan tíma tekur þetta? „Við erum að hugsa þetta í mánuðum núna. En það er mjög erfitt að gefa alveg nákvæma tímalínu af því við erum með fyrsta mál þessarar tegundar eftir að þessi úrskurður fellur og líka fyrsta mál þessarar tegundar varðandi stjórn vatnamála,“ svarar Sigrún. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í síðustu viku að í raun hefði bara skort á samtal milli þessara tveggja stofnana. Er forstjóri Umhverfisstofnunar sammála því mati? „Ja, það eru skilaboð úrskurðarnefndarinnar, einmitt. Að þarna hefði málsmeðferðin þurft að tvinna inn sem sagt vinnu Umhverfisstofnunar og ábendingar sem lítur að þessari löggjöf, já.“ Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.KMU Sigrún segir lög um stjórn vatnamála mjög þýðingarmikil enda sé vatn mikið hreyfiafl. „Vatn hefur mikil áhrif á lífríkið og jarðefnin og líka landslagið þar sem vatnið rennur. Og þetta er auðvitað heilmikið inngrip að setja upp stíflur og annað slíkt. Þessvegna þurfum við að taka það að mjög yfirlögðu ráði.. - við höfum ofsalega góð gögn – þegar við tökum þessar ákvarðanir.“ En kannski er stærsta spurningin sú: Verður yfirhöfuð hægt að fá nýtt virkjunarleyfi eða er leiðin lokuð? „Ég ætla ekki að taka ákvörðun í beinni. Það geri ég ekki. En við skulum bara sjá hverju fram vindur. Við lofum því að vanda okkur,“ svarar forstjóri Umhverfisstofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Tengdar fréttir Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Sama dag og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi þann 15. júní sagði umhverfis- og orkumálaráðherra að strax yrði farið í það að kanna hvað fór úrskeiðis og það mætti ekki taka langan tíma. „Við höfum legið yfir þessu, já, með Orkustofnun og fundað þétt síðan. Og við hyggjumst áfram vinna með Orkustofnun að úrlausn þessa máls,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við Stöð 2. Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar.Einar Árnason „Það þarf sem sagt að taka tvær ákvarðanir; eina á grundvelli raforkumála og síðan eina á grundvelli stjórnar vatnamála.“ En hve langan tíma tekur þetta? „Við erum að hugsa þetta í mánuðum núna. En það er mjög erfitt að gefa alveg nákvæma tímalínu af því við erum með fyrsta mál þessarar tegundar eftir að þessi úrskurður fellur og líka fyrsta mál þessarar tegundar varðandi stjórn vatnamála,“ svarar Sigrún. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í síðustu viku að í raun hefði bara skort á samtal milli þessara tveggja stofnana. Er forstjóri Umhverfisstofnunar sammála því mati? „Ja, það eru skilaboð úrskurðarnefndarinnar, einmitt. Að þarna hefði málsmeðferðin þurft að tvinna inn sem sagt vinnu Umhverfisstofnunar og ábendingar sem lítur að þessari löggjöf, já.“ Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.KMU Sigrún segir lög um stjórn vatnamála mjög þýðingarmikil enda sé vatn mikið hreyfiafl. „Vatn hefur mikil áhrif á lífríkið og jarðefnin og líka landslagið þar sem vatnið rennur. Og þetta er auðvitað heilmikið inngrip að setja upp stíflur og annað slíkt. Þessvegna þurfum við að taka það að mjög yfirlögðu ráði.. - við höfum ofsalega góð gögn – þegar við tökum þessar ákvarðanir.“ En kannski er stærsta spurningin sú: Verður yfirhöfuð hægt að fá nýtt virkjunarleyfi eða er leiðin lokuð? „Ég ætla ekki að taka ákvörðun í beinni. Það geri ég ekki. En við skulum bara sjá hverju fram vindur. Við lofum því að vanda okkur,“ svarar forstjóri Umhverfisstofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Tengdar fréttir Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48
Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Talsmaður laxaverndar fagnar og vonar að virkjunin sé úr sögunni Virkjunaráform í neðri Þjórsá eru í algerri óvissu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í dag, aðeins sólarhring eftir að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi. 15. júní 2023 20:20