Hin 21 árs gamla Karólína Lea hefur verið hjá Bayern München frá árinu 2021 og leikið 34 leiki fyrir félagið. Hún var ekki í stóru hlutverki hjá liðinu á liðinni leiktíð og sækir því líklega spiltima hjá Leverkusen á komandi tímabili.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir wird für die Saison 23/24 an Bayer 04 Leverkusen verliehen. 🤝
— 🏆 MEISTERINNEN 🏆 (@FCBfrauen) July 7, 2023
Alle Infos 👉 https://t.co/aEWBkF5d8F
Viel Erfolg, @karolinalea39!#FCBayern #DieLiga
Karólína varð þýskur meistari með Bayern München á síðasta tímabili, en Bayer Leverkusen hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Á ferlinum hefur hún leikið með FH og Breiðablik áður en hún gekk í raðir Bayern München.
Þessi 21 árs gamli sóknarmaður hefur leikið 27 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim átta mörk.