„Verðum að fara nýta færin betur“ Hinrik Wöhler skrifar 8. júlí 2023 17:16 Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfarateymi Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af. „Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira