Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 18:00 Alex Freyr Hilmarsson [til hægri] tryggði sigur Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti