Skotfóturinn verið í kælingu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 20:30 Damir Muminovic. Vísir/Arnar Damir Muminovic var hetja Breiðabliks í leik liðsins við Shamrock Rovers í Dyflinni í gær. Glæsimark hans eykur á tilkall hans til að taka fleiri aukspyrnur. Damir átti að venju góðan leik í hjarta varnar Breiðabliks en að hann skori með þrumufleygum úr aukaspyrnu er sjaldgæfari sjón. Damir er fæddur í Serbíu og lá því beinast við að spyrja hvort væri hægt að líkja honum við landa hans Sinisa Mihajlovic heitinn, sem var þekktur fyrir sína þrumufleyga. „Já, það getur verið,“ segir Damir og hlær. „Maður hefur séð nokkur mörk frá honum sem eru svipuð.“ En hvar hefur þessi skotfótur verið? „Í kælingu,“ segir Damir. „Höggi [Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika] er búinn að vera að taka aukspyrnunar í sumar og er númer eitt þar. Ég fékk tækifærið núna og nýtti það,“ segir Damir sem fann strax að boltinn myndi syngja í netinu. „Það má segja það. Ég fann strax fyrir því. Svo horfði ég á eftir boltanum og sá að hann var inni. Það var mjög ljúf tilfinning.“ Damir hefur þá sterkara tilkall til að taka fleiri spyrnur á næstunni. „Við Höggi förum yfir þetta, hvort ég fái ekki næstu aukaspyrnu þarna einhversstaðar fyrir utan,“ segir Damir. Lið sem var í riðlakeppninni í fyrra Shamrock-liðið sem Breiðablik vann í gær komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það sýni því styrk Blika að vinna þá á þeirra heimavelli. „Mér finnst þeir [Shamrock] bara mjög góðir. Svipað lið og við erum, þeir vilja pressa og halda bolta. Ég held að þeir hafi ekki búist við því að við myndum pressa þá svona hátt. En þeir eru mjög góðir og erfitt að eiga við þá,“ „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við pressuðum þá vel, unnum seinni boltana og héldum boltanum vel innan liðsins. Þeir sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressuðu meira á okkur og fengu fín færi. Við hefðum kannski getað mátt gera eitthvað betur en við náðum að verjast þessu og þetta var bara allt í lagi,“ segir Damir. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Damir átti að venju góðan leik í hjarta varnar Breiðabliks en að hann skori með þrumufleygum úr aukaspyrnu er sjaldgæfari sjón. Damir er fæddur í Serbíu og lá því beinast við að spyrja hvort væri hægt að líkja honum við landa hans Sinisa Mihajlovic heitinn, sem var þekktur fyrir sína þrumufleyga. „Já, það getur verið,“ segir Damir og hlær. „Maður hefur séð nokkur mörk frá honum sem eru svipuð.“ En hvar hefur þessi skotfótur verið? „Í kælingu,“ segir Damir. „Höggi [Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika] er búinn að vera að taka aukspyrnunar í sumar og er númer eitt þar. Ég fékk tækifærið núna og nýtti það,“ segir Damir sem fann strax að boltinn myndi syngja í netinu. „Það má segja það. Ég fann strax fyrir því. Svo horfði ég á eftir boltanum og sá að hann var inni. Það var mjög ljúf tilfinning.“ Damir hefur þá sterkara tilkall til að taka fleiri spyrnur á næstunni. „Við Höggi förum yfir þetta, hvort ég fái ekki næstu aukaspyrnu þarna einhversstaðar fyrir utan,“ segir Damir. Lið sem var í riðlakeppninni í fyrra Shamrock-liðið sem Breiðablik vann í gær komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það sýni því styrk Blika að vinna þá á þeirra heimavelli. „Mér finnst þeir [Shamrock] bara mjög góðir. Svipað lið og við erum, þeir vilja pressa og halda bolta. Ég held að þeir hafi ekki búist við því að við myndum pressa þá svona hátt. En þeir eru mjög góðir og erfitt að eiga við þá,“ „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við pressuðum þá vel, unnum seinni boltana og héldum boltanum vel innan liðsins. Þeir sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressuðu meira á okkur og fengu fín færi. Við hefðum kannski getað mátt gera eitthvað betur en við náðum að verjast þessu og þetta var bara allt í lagi,“ segir Damir.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira