„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:45 Liðsmenn Sigurvonar á gosstöðvunum. Tómas Logi er til vinstri á myndinni. Sigurvon Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira