Fótbolti

Declan Rice formlega orðinn leikmaður Arsenal

Siggeir Ævarsson skrifar
Declan Rice skrifaði undir hjá Arsenal í dag
Declan Rice skrifaði undir hjá Arsenal í dag Twitter@Arsenal

Declan Rice er nú loks formlega orðinn leikmaður Arsenal, en hann skrifaði undir samning við liðið nú rétt í morgun. Samningurinn er til ársins 2028 með möguleika á framlengingu.

Arsenal greiða West Ham alls 105 milljónir punda fyrir Rice, sem gerir hann að dýrasta enska leikmanninum í sögunni. Talið er að Rice muni fá um 250.000 pund í vikulaun sem er rífleg hækkun en hann var með um 60.000 pund í laun hjá West Ham.

Félagaskiptin hafa verið nokkuð lengi í farvatninu en Rice sagði að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, væri gríðarstór partur af ástæðu hans fyrir félagaskiptunum.

Rice fór beint af skrifstofunni á æfingasvæðið og fékk góðar móttökur frá sínum nýju liðsfélögum þegar Artete bauð hann velkominn í Arsenal-fjölskylduna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×