Steph Curry fór holu í höggi á stjörnugolfmóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 07:00 Steph Curry er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Isaiah Vazquez/Getty Images Körfuboltamaðurinn Steph Curry sýndi það og sannaði í gær að hann er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023 Körfubolti NBA Golf Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023
Körfubolti NBA Golf Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira