Fótbolti

Birkir Bjarnason með sigurmark Viking í uppbótartíma

Siggeir Ævarsson skrifar
Birkir Bjarnason kom inn af bekknum hjá Viking í dag og skoraði sigurmarkið
Birkir Bjarnason kom inn af bekknum hjá Viking í dag og skoraði sigurmarkið Twittersíða Viking.

Sjö leikir eru á dagskrá í norsku úrvalsdeildinni í dag og var sex þeirra að ljúka nú rétt í þessu. Bodø/Glimt styrktu stöðu sína á toppnum með sigri meðan að Tromsø laut í gras fyrir Rosenborg.

Bodø/Glimt höfðu betur gegn Haugesund 2-1 og eru nú með 38 stig á toppnum eftir 15 leiki. Tromsø töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttunni en Ulrik Jenssen skoraði sigurmark Rosenborgar í uppbótartíma.

Viking sættu lagi og skutu sér upp í annað sætið með 0-1 sigri á Stabæk en Birkir Bjarnason skoraði mark Viking í uppbótartíma. Hann hafði komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður, og nýtti sinn tíma á vellinum til fullnustu í dag.

Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Viking í dag líkt og í öllum öðrum leikjum tímabilsins, en hann hefur ekki misst úr mínútu það sem af er tímabils og hélt hreinu í dag. Bæði Viking og Tromsø eiga leik til góða á Bodø/Glimt.

Úrslit dagsins

Lillestrøm - Sandefjord 4-2

Rosenborg - Tromsø 2-1

Aalesund - Odd 0-3

Stabæk - Viking 0-1

Bodø / glimt - Haugesund 2-1

Sarpsborg - HamKam 2-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×