Nökkvi Þeyr er 23 ára gamall framherji sem spilar oftast nær á vinstra megin í framlínunni. Hann er uppalinn á Dalvík en fór til KA árið 2019. Þá var hann þrjú ár á mála hjá Hannover í Þýskalandi.
Thórisson Bangers Only pic.twitter.com/jJqwnSopWK
— St Louis CITY SC (@stlCITYsc) July 21, 2023
Nökkvi Þeyr spilaði frábærlega með KA í Bestu deild karla á síðasta ári. Var hann seldur til Beerschot í B-deildinni í Belgíu um mitt sumar. Eftir góða spilamennsku þar hefur hann nú fært sig um set og er mættur í MLS-deildina. Þar er St. Lois á toppnum í Vesturdeild með 41 stig að loknum 23 leikjum.
Nökkvi Þeyr á að baki einn A-landsleik.